top of page

CNC Hárlausnir

CNC hárlausnir frá Cesare Ragazzi Laboratories er nýjung á íslandi og er fullkomnasta hárkollu/hártoppakerfi í heimi. CNC stendur fyrir "Capelli Naturali a Contatto" á ítölsku og hefur verið þýtt sem "Second Scalp" eða "Nýr Hársvörður" eins og við kjósum að kalla það á íslensku.

CNC hárlausnir er sérframleidd og aðlöguð fyrir hvern viðskiptavin. CNC hárlausnin kemst eins nálægt því að vera eins og þitt eigið hár og hársvörður og mögulegt er. þú getur lifað eðlilegu lífi; farið í sund, ræktina eða verið úti í hvaða veðri sem er. Þú þværð hárið eins og það væri þitt eigið hár og meðhöndlar það nákvæmlega eins :)

 

Markmiðið er alltaf að auka lífsgæði fólks sem á við hárvandamál að stríða og gefa þeim færi á að lifa lífinu í sátt við sjálfan sig, án þess að þurfa að hafa áhyggjur og stuðla þanneig að andlegri vellíðan og koma í veg fyrir félagslega einangrun.

Ferlið er eftirfarandi:

  1. Viðtal og skoðun: Gerð er hársvarðargreining á viðskiptavini og ferlið útskýrt. Ef að viðskiptavinur er ákveðinn í að fá sér CNC þá er jafnframt gerð ofnæmisprófun á viðskiptavininum.

  2. Mæling: Ef að ofnæmisprófunin kemur vel út (tekur 72 klst) þá er tekið mót af svæðinu sem þarf að hylja. Einnig er höfuðið skannað með 3D skanna og mælingar sendar til Ítalíu. Hár gerð, litur, þéttleiki hárs og sídd er ákveðin ásamt lit á hársverði (húð). Ef hár er undir hjá viðskiptavini og óskað er eftir nákvæmlega sömu hárgerð og lit, er tekin lítill lokkur af viðkomandi og sent með pöntun.

  3. Framleiðsla: Með hátækni róbot er nákvæmt mót af höfði viðskiptavinar búið til sem notað er til að búa til hársvörð sem passar fullkomlega á viðskiptavininn. Hárið er svo þrætt í hárvörðinn af færasta hárkollugerðar fólki ítalíu.

  4. Kerfið sett á: Hárkollan er send til Íslands þar sem að sérfræðingur okkar festa hana yfir þitt hár (ekki þarf að raka hárið), ef eitthvað er.

  5. Viðhald: á 4-6 vikna fresti þarf viðskiptavinurinn að mæta til Ossom til að láta taka kerfið af, þrífa það, fá hársvarðarmeðhöndlun og festa aftur á. Misjafnt er eftir lífstíl og ástandi hársvarðar hversu oft viðskiptavinurinn þarf að koma. Tíminn sem þetta tekur er misjafn eftir stærð kerfisins en gera má ráð fyrir u.þ.b klukkustund.

Kostnaður er mismunandi eftir þörfum hvers og eins og því þarf að bóka skoðun til að hægt sé að gefa upp kostnaðaráætlun.

Bóka tíma í ráðgjöf

AD195EB1-623F-4522-8347-95936EE82C14_edi
IMG_0322_edited.jpg
bottom of page