top of page

Hárið og hársvörður

Flest allir upplifa það á lífsleiðinni að hárið þynnist, hvort sem það er tímabundið eða vegna aldurs, erfða eða sjúkdóma. Það er þó engin ástæða til að örvænta því að Ossom býður upp á lausnir í samstarfi við Cesare Ragazzi Laboratories

CRLAB.png

Cesare Ragazzi Laboratories hafa í yfir 50 ár unnið að ransóknum og þróun á lausnum fyrir fólk með hárvandamál. CRL leggur mikla áherslu á lífrænar og ofnæmisfríar lausnir og hafa í samvinnu við háskólann í Bologna þróað vörur og meðferðir sem sýnt hefur verið fram á að virkar.

Strangar kröfur eru gerðar til samstarfsaðila CRL og þurfti starfsfólk Ossom að undirgangast námskeið til að geta þjónustað viðskiptavini sína á sem bestan máta. CRLAB er vörumerkið sem CRL notar fyrir hárvörurnar sínar.

CRLab-camera_edited.jpg

Pantaðu tíma í 

Greiningu

CR-logo.jpg

Við notum sérhæfð mælitæki til að meta ástand hárs og hársvarðar. 

Hugbúnaður metur svo niðurstöður tækja og starfsfólks og leggur til rétta meðferð fyrir þig.

Trichology

Cesare Ragazzi Laboratories  hafa starfrækt rannsóknarstofu í hárvísindum (Tricology) síðan 1968. Þeim varð fljótt ljóst að besta leiðin til að viðhalda eðlilegum hárvexti er að meðhöndla hársvörðin með ást,  umhyggju og náttúrulegum efnum, því eins og þeir segja; að rækta hárið er eins og að rækta blóm. Það þarf að reyta arfa og gefa moldinni næringu til að blóm geti dafnað. 

Varan sem þeir hafa þróað er afrakstur margra ára rannsókna og þróunar. Að auki, þróuðu þeir mælitæki og hugbúnað sem hjálpar til við að greina vandamál skjólstæðingsins og velja þá meðferð sem er viðeigandi.

Meðferðirnar eru einfaldar og þægilegar í notkun og samanstanda af for-sjampói, sjampói og vökva/kremi. Meðferðin er gerð á þriggja daga fresti og ekki þarf að þurrka né meðhöndla hárið sérstaklega eftir meðferð.

Hárlos meðferð

Græna línan frá CRLab hjálpar til við að bregðast við hárlosi og hárþynningu. Meðferðin hreinsar hársvörð ásamt því að innihalda mikilvæg efni fyrir bæði hár og hársvörð. Rannsóknir sem háskólinn í Bolognia, Ítalíu gerði sýna fram á aukna hárframleiðslu í lifandi hársekkjum ásamt þykkari hárum. Samkvæmt þeim rannsóknum má búast við allt að 20% árangri eftir 3 mánaða notkun.

CRLab Hárlos meðferð

Flösu meðferð

Fjólubláa línan frá CRLab er notað gegn flösu og þurrum hársverði. Meðferðin er sérstaklega góð fyrir fólk sem er með viðkvæman hársvörð, ertingu og kláða. Olían sem notuð er í þessari meðferð gefur raka í hársvörðin og hamlar bakteríugróður sem oft er ástæða flösu.

fjolubla%20lina_edited.jpg

Feitt hár og hársvörður

Gula línan frá CRLab var búin til að ná jafnvægi í feitum hársverði. Þegar hársekkir framleiða of mikið af olíu geta hársekkir stíflast og hárframleiðslan minkað ásamt kláða og óþægindum. Virkar jurtaolíur eru notaðar til ná þessu jafnvægi ásamt því að styrkja hárið og hreinsa.

gul%20lina_edited.jpg

Dagleg notkun

CRLab býður einnig upp á vörur til daglegrar notkunar sem að sjálfsögðu eru þróaðar og framleiddar eftir sömu gildum og meðferðarvörurnar. Hægt er að sjá þær vörur í verslun okkar.

Tækin og tækni

CRLAB-taeki

CRLab notast við ýmis tæki til að greina hárvandamál og einnig til að auka virkni meðferða.

Tricotest®

  • Húðmælir til að mæla fitu og/eða raka

  • PH mælir til að mæla sýrustig hársvarðar

  • Micromyndavél til að skoða ástand hársins

  • Hugbúnaður til að meta ástand hárs og hársvarðar

Meðferðartæki

  • VAPOOZONO: Gufutæki sem blandar ozone við vatns gufu sem hjálpar til við að hreinsa hársvörðinn.

  • TRICOPRESS:Nuddtæki fyrir hársvörðinn til að auka blóðflæði til hársekkja

  • TRICOPULSE: LLLT ljósa-meðferðartæki sem er sérhæft fyrir hársvörð. Tækið eykur blóðflæði til hársekkja, örvar framleiðslu á adenósín þrífosfat, eykur vöxt á frumum ásamt því að draga úr bólgum sem oftast er samfara hárlosi. Tækið notar 4 gerðir af díóðum sem allar hafa áhrif á hársvörðinn á mismunandi máta.
    Árangur LLLT meðferða til að örva hárvöxt hefur verið þekktur frá 1960 og er vel staðfestur.

IMG_8618_edited.jpg
bottom of page