top of page

Vaxtahringur hársins

Það er gott að skilja vaxtahring hársins til að átta sig á því hvort að um raunverulegt vandamál er að ræða. Við hjá Ossom fáum oft spurningar frá viðskiptavinum um af hverju þeir séu að missa svona mikið hár. Þá er mikilvægt að átta sig á að hárið fellur ca 2-4 mánuðum eftir að hárlos ferlið byrjar. Í flestum tilfellum er um að ræða eðlilegt ferli, eða hringrás sem endurtekur sig á 2-6 ára fresti. Stundum er þetta þó vegna veikinda, lyfja, matarræðis, stress eða óeðlilegra breytinga í hársverði.

Fasarnir í vaxtahring hársins eru eftirfarandi:

 1. Anagen - Vaxtarfasi

 2. Catagen - Hrörnunarfasi

 3. Telogen - Bið/Útskiptifasi

 

Vaxtarfasi hársins á karlmönnum varir venjulega í 2-4 ár en á kvenfólki 3-6 ár. 

Hár vex að meðaltali um 15 cm á ári.

growth-cycle_edited.png

Anagen fasinn (Vaxtar fasinn) varir frá 2 til 6 ár. Hjá sumum er þessi fasi jafnvel styttri og veldur því að þeir einstaklingar geta illa safnað síðu hári. Hjá öðrum er hann lengri. Til dæmis getur vaxtarfasi fólk af Asísku bergi brotið varað í 7 ár og hársídd náð rúmum metra.

Um 85-90% af hárinu er í þessum fasa á hverjum tíma.

Catagen fasinn (Hrörnunarfasinn) tekur um 1-2 vikur. Í þessum fasa vex hárið ekki og hársekkurinnn undirbý ferlið að losa rótina og byrja að búa til nýja. Rótin missir á þessum tíma tengingu við háræðar og fær því ekki lengur næringu sem veldur því að rótin hrörnar og þynnist svo hún losni betur úr slíðrinu.

Telogen fasinn (Bið/Útskipti fasinn) getur varað frá 1-4 mánuði. Á þessu tímabili byrjar ný rót að vaxa í hársekknum. Þegar svo rótin er tilbúin til að byrja að vaxa út, losnar gamla hárið. Ca 10-20.000 hársekkir eru í þessum fasa á hverjum tímapunkti. Lok þessa tímabils og byrjunin á nýjum Anagen fasa er oftast markað með hárlosi.

Þ

Það er þekkt að Anagen fasinn styttist með hverjum vaxtahring sem veldur því að hárið vex hægar og styttra eftir því sem fólk eldist. Þessu er þó hægt að breyta með réttri meðferð, mataræði og lifnaðarháttum.

Markmiðið með hársvarðarmeðferðum CRLAB er að lengja vaxtarfasa hársins eins og hægt er.

Staðreyndir um hárið

 • Hver einstaklingur er með 100-150.000 hár á höfðinu

  • Ljóst hár  ~150.000​

  • Brúnt hár ~110.000

  • Svart hár  ~100.000

  • Rautt hár  ~ 90.000

 • Form hársins ræðst af lögun hársekksins

  • Slétt hár - Hársekkurinn er ílangur eins og rör​

  • Liðað hár - Hársekkurinn er ójafn (svokallaðar "lyfjakrullur" verða til þar sem að hársekkurinn aflagast við lyfjameðferð en lagast svo)

  • Afró hár - Hársekkurinn er flatur og veldur sikk-sakk vexti hársins

 • Að meðaltali tapar hver einstaklingur 50-150 hárum á dag (​Telogen fasanum lýkur).

  • Óeðlilegt inngrip (veikindi, lyf, stress, slys, matarræði osfr.) getur svo aukið hárlos.

 • Hár er í öðru sæti yfir mest hraðvaxandi vefi líkamans (beinmergur er í fyrsta sæti)

 • Heilbrigt hár getur teygst um 30% þegar það er blautt

 • Á heilbrigðum hársverði byrjar nýtt hár að vaxa um leið og hár er slitið úr hársekknum

 • Hár er sterkara en kopar vír með sama ummál

 • Hár er ekki lifandi og getur ekki "lagast" eins og húðin.

 • Hárið vex ekki hraðar eða betur ef það er klippt. Hársekkirnir eru ekki að fylgjast með lengdinni :)

 • Hárnæring er í raun "tímabundin fegrun" og lagar ekki hárið heldur lætur það líta betur út tímabundið.

 • Hárþvottur er mjög mikilvægur fyrir hársvörðinn og ætti að eiga sér stað eins oft og þurfa þykir. Það er algeng mýta að hárþvottur fari illa með hárið en það á ekki við rök að styðjast, ef notaðar eru gæða vörur og ekki þvegið harkalega. Hársvörðurinn er húð og þarf sömu alúð og andlitið til að vera í sínu besta formi.

 • Hárlengingar og annað sem þyngir hárið getur valdið skaða á hársekkjum.

 • Vaxtar fasi annars líkamshárs er styttri  og útskiptifasinn lengri. Því verður það ekki eins langt og höfuðhár.

 • Ástæða hármissis vegna krabbameins meðferða er sú að mörg krabbameins lyf eru hönnuð til að ráðast á hraðvaxandi frumur og frumurnar í hársekkjum eru næst mest hraðvaxandi frumur líkamans.

Nánari upplýsingar um hárið og hársvörðin má nálgast hér (á ensku)

bottom of page