top of page

Við erum Ossom

Við vinkonurnar höfum lengi haft áhuga á að aðstoða fólk við að lýsa upp heiminn. Sérstakan áhuga höfum við haft á því að hjálpa fólki sem vegna veikinda eða erfiðleika þurfa aðstoð, því að eins og við vitum þá þarf oft „dressið“ til að koma sér í „moodið“.

Sigríður Einarsdóttir

Sigríður M. Einarsdóttir er hársnyrtimeistari að mennt og hefur unnið í faginu síðan 1990.
Árið 2008 greindist hún með bráðahvítblæði og þurfit að fara í beinmergskipti til að vinna bug á sjúkdómnum. Það að missa hárið tekur mikið á. Eftir meðferðina fékk hún ekki hárið að fullu aftur. Hún ákvað að snúa vörn í sókn og kynna sér allt um hárkollur og meðferðir við hármissi. Hún hefur sótt námskeið erlendis í meðferð á hárkollum ásamt því að þekkja vel til á eigin höfði, hvað er best og hvaða ráð eru í boði fyrir þá sem eru með gysið hár og einhverra hluta vegna ekki með eðalilegan hárvöxt. Það er henni ástríða að hjálpa fólki sem glímir við þetta vandamál því hún veit á eigin skinni hvað þetta hefur áhrif á sjálfsmyndina.

  • Instagram
  • Facebook
Sirry_edited.jpg

Sólveig Birna Gísladóttir

Sólveig Birna Gísladóttir er förðunarfræðingur að mennt og hefur starfað við það síðan 1993. Hún sérmenntaði sig í leikhúsförðun í Danmörku og síðar í sjónvarps og kvikmyndaförðun í USA. Hún hefur starfað í leikhúsi, sjónvarpi og ýmsum stórum tónlistarviðburðum. Solla rak um tíma förðunarskólann Airbrush and Makeup School og var umboðsaðili fyrir NYX cosmetics á íslandi. Hún er sérfræðingur í varanlegri förðun sem hún lærði hér heima ásamt því að sækja sér viðbótar þekkingu erlendis hjá Swiss Colour. Hún hefur, í gegnum nám og störf, aflað sér mikillar þekkingar í heildar útliti förðunar og hárs. Solla hefur lokið hársnyrtinámi að hluta og hefur í gegnum tíðina starfað náið með hársnyrtifólki.
Solla fylgdi nýlega móður sinni í gegnum krabbameinsmeðferð og tilheyrandi hármissi. Þessi reynsla varð til þess að vekja áhugann á að þjónusta þennan hóp.

  • Instagram
  • Facebook
Solla_edited.jpg
bottom of page