top of page
Search

Við þurfum að vökva og næra ræturnar...


Mig langaði aðeins að ræða um hárið á okkur og hvað það er sem gerir það heilbrigt og fallegt eða með öðrum orðum, hvernig fáum við hárið á okkur til að vera besta útgáfan af sjálfum sér?

Ég hef í gegnum tíðina leitað margra mismunandi lausna til að fá hárið á mér til að styrkjast og verða þéttara. Eins og ég hef sagt frá áður þá fór ég í lyfjameðferð 2008 sem varð til þess að ég missti hárið og fékk það ekki nægjanlega vel til baka.


Leitin af lausninni fyrir hárvandamál

Það er mikið til á markaðnum af alls kyns hármeðferðum eins og sjampóum, næringum, vökvum og vítamínum. Ég hef ekki tölu á öllu því sem ég hef prófað í gegnum tíðina til að fá lausn á mínum vanda. Eitthvað af þeim vörum sem ég hef prófað hafa alveg gert eitthvað fyrir mig en ég hef aldrei nákvæmlega vitað hvað þær eru að gera eða hvað mikið og aldrei áður séð nákvæmlega hvernig hársvörðurinn á mér lítur út. Það er nefnilega nákvæmlega það sem skiptir öllu máli. Það er alveg sama hvað þú setur í sjálft hárið á þér því ef hársvörðurinn er illa nærður eða í miklu ójafnvægi þá er ekkert að fara að gerast og þú mögulega ert að vinna á móti því sem hársvörðurinn raunverulega þarf. Þess vegna er svo magnað að geta skoðað hársvörðinn, yfirborð hans, sjálft hárið og ofan í undirlagið og þar sér maður með eigin augum hvað er að gerast og hvað gæti verið vandamálið.

Ég hef lengi verið að leita af alvöru fyrirtæki sem sérhæfir sig eingöngu í hárvandamálum og lausnum fyrir fólk eins og mig. Ég veit líka að það eru margir þarna úti sem þurfa aðstoð og eru að leita lausna og vita ekki hvað er í boði. Eftir nokkurra ára leit hef ég loksins fundið það sem ég leitaði eftir.


Cesare Ragazzi Laboratories á Íslandi

Ossom hefur undanfarna mánuði verið í samningaviðræðum við fyrirtæki í Bologna á Ítalíu sem heitir Cesare Ragazzi Laboratories. Það fyrirtæki hefur í yfir 50 ár unnið að rannsóknum og þróun á lausnum fyrir fólk með hárvandamál. CRL leggur mikla áherslu á lífrænar og ofnæmisfríar lausnir og hafa í samvinnu við háskólann í Bologna þróað vörur og meðferðir sem sýnt hefur verið fram á að virka.

Strangar kröfur eru gerðar til samstarfsaðila CRL og höfum við þurft núna undanfarnar vikur þurft að undirgangast námskeið og fundi sem við erum enn á til að geta þjónustað viðskiptavini okkar á Íslandi á sem bestan máta.

Ossom hefur fengið einkaleyfi á Íslandi til að framkvæma þessar meðferðir og erum við stolt að segja frá því að við erum land númer 28 sem fáum að vinna með CRlab (CRLab er hárvörulínan frá Cesare Ragazzi) .


Það sem meðferðin gengur út á er að gera ítarlega greiningu á hársverðinum, með háþróuðum tækjum eins og t.d smásjármyndavél sem tekur myndir bæði af ástandi hársvarðarins, yfirborði, undirlagi og einnig af hárinu sjálfu. Einnig er mælt sýru og rakastigi húðarinnar því það skiptir miklu máli. Með þessari greiningu, ásamt upplýsingum um viðskiptavin, getum við ráðlagt viðeigandi meðferð. Hugmynd Ragazzi gengur út á það einfaldlega að huga að heilbrigðum hársverði, til að hárið verði fallegt. Þeir líkja þessu saman við blóm eða tré á þann hátt að við þurfum að huga vel að vökvun og næringu rótanna til þess að fá fallegt blóm eða tré! Þetta meikar sens, er það ekki??



Rannsóknir og árangur

Hér má sjá niðurstöðu ransóknar sem háskólinn í Bolgna á Ítalíu gerði. Það sem kom fram í rannsókninni var að 100% þátttakenda var ánægður með árangurinn og hárið hafði þéttst að meðaltali um 23%.

Það er ekki verið að segja að við gerum einhver töfrabrögð. Við erum ekki að fara að vekja óvirka hársekki... en ef að það eru virkir en veikbyggðir eða deyjandi hársekkir til staðar og hárið nær ekki að vaxa þá getum við


sagt: "já, við getum hjálpað þér" ;)


Meðferðir

Meðferðirnar eru í meginatriðum þrjár og byggjast allar upp eins. Það er svokallað fyrirsjampó (preshampo) sem er borið í þurran hársvörðinn og látið bíða í 15 mín. Svo er hárið skolað og þvegið með meðferðarsjampóinu og að lokum er viðeigandi vökvi borin í hársvörðinn, hann nuddaður í nokkrar mínútur og svo hárið þurrkað. Þessa meðferð þarf að gera á þriggja daga fresti. Það er hægt að velja að gera hana heima eða fá þjónustu hjá okkur.

Við seljum meðferðirnar eingöngu til þeirra sem hafa farið í gegnum hárgreininguna því þannig tryggjum við að við séum að selja rétta meðferð. Við bjóðum upp á sérstakt tilboð í fyrsta sinn þegar þú kemur sem er þannig að þú kemur í greininguna og við gerum fyrstu meðferðina til að kenna þér hvernig þú gerir til að hámarka árangur.

Að auki eigum við einnig von á tækjum eftir nokkrar vikur sem við notum til að auka árangur meðferðarinnar. Það eru tæki eins og gufuhjálmur, höfuðnuddtæki og síðast enn ekki síst led/laser hjálmur með infra rauðum ljósum sem hjálpa hársekkjunum að vinna. Þetta tæki hefur verið samþykkt af landlæknaembættinu í USA sem meðferðartæki við hármissi. Við mælum eindregið með að koma inn á milli til okkar og láta dekra við þig í hárspa og í leiðinni auka árangur meðferðarinnar. Það er einnig mikilvægt að koma einu sinni í mánuði til að meta árangurinn með smásjármyndavélinni. Þannig er best að fylgjast með hvernig meðferðin virkar á þig. Það er alltaf mælt með að taka amk 3 mánuði til að árangur geti orðið sýnilegur.


Græna línan er ætluð fyrir hárlos og veikbyggt hár.



Gula línan er ætluð fyrir feitan hársvörð.



Fjólubláa línan er ætluð fyrir þurrann hársvörð og viðkvæman.



Havogen 5 plásturinn er viðbót sem mælt er með að nota með meðferðunum og hjálpar til við virkni meðferðarinnar en hann má líka nota einan og sér. Plásturinn er settur sem næst hárlínunni í hnakkann þvi þar er mesta blóðflæðið. Mælt er með að nota einn plástur á dag og virkni hans er í 12 klst.

Helstu kostir Havogen 5 plástursins:

1, Dregur úr fitumyndun og hamlar framleiðslu á DHT (sem veldur hárlosi)

2. Veitir hársverðinum andoxunarefni sem varnar því að eiturefni komist að rótunum.

3. Blanda af vítamínum sem styrkja og örva hárvöxtinn.

4. Styrkir próteinmagn hársins og uppbyggingu

5. Stuðlar að minni kláða og ólykt.



Vörulínan og hugmyndafræðin

Fyrir utan meðferðarvörurnar eru ýmsar vörur sem ætlaðar eru til daglegrar notkunar.

Þá má nefna sjampó, næringar, hármaskar sem eru mildari því það eru ekki eiginlegir meðferðarvörur en styðja aftur á móti við meðferðirnar. Það eru einnig mótunar og áferðarvörur eins og serum dropar, milksprey, næringarsprey, froður, hársprey, vax o.fl sem allar eru unnar úr náttúrulegum efnum og eru ofnæmisprófaðar. CRLAB leggur mikið upp úr að framleiða vörur sem vernda hárið sjálft gegn allskonar þáttum eins og sól, kulda og hita eins og frá hitatækjum.

Myndin hér fyrir neðan lýsir hugmyndafræði CRLAB.




Væntanlegt fyrir árslok

Það eru mjög spennandi tímar hjá okkur því fyrir lok árs þar sem að við munum taka inn aðra lausn frá Cesare Ragazzi fyrir þá sem hafa misst hárið og þeir kalla "second scalp" eða CNC.

Það er aðallega fyrir þá sem eru að glíma við varanlegt hárleysi eða mjög gisið hár og einnig eru ýmsir möguleikar fyrir þá sem vilja lengja eða þykkja hárið.

Það má segja að þetta sé algjör bylting og það eina í heiminum sem notar þrívíddartækni til að búa til einskonar nýjan hársvörð sérstaklega hannað eftir þínu höfuðlagi með þessari tækni. Það er tekið mótaf höfðinu með sérstakri aðferð, húðlitur viðskiptavinar er greindur sem og hárlitur og hárgerð eftir kröfum rannsóknarstofu CRlab. Þegar við höfum tekið þetta mót og gert þær greiningar sem til er ætlast ásamt sendum við þessi gögn til Bologna á Ítalíu. Mótið af hársverðinum er prentaður út hjá þeim, húðlitur viðkomandi viðskiptavinar er blandaður til og borið á mótið. Að því loknu er hárið valið eftir þeirri prufu sem við sendum með gögnum viðskiptavinarins. Það er lögð mikil áhersla á að velja algjörlega rétta hárgerð og þeir vinna eingöngu með ómeðhöndlað hár þ.e.a.s ekki efnameðhöndlað og með því verður endingin betri. Að lokum er hvert einasta hár handhnýtt í "nýja hársvörðinn" með sérstakri aðferð. Þegar þessu ferli er lokið er þetta sent til okkar og viðskiptavinurinn fær nýja hárið sitt :)

Ástæðan fyrir því að við getum ekki boðið upp á þessa þjónustu strax er, að það eru gerðar strangar kröfur frá Cesare Ragazzi um að við förum til Ítalíu á röð námskeiða yfir 6 mánaða tímabili áður en við fáum að bjóða uppá þessa lausn. Þetta er ekki kennsla sem hægt er að læra á zoom.

Út af dottlu þá verðum við að bíða þolinmóð ;)


Hér eru nokkrar staðreyndir um CNC:

  1. Cesare Ragazzi eru þeir einu í heiminum sem nota þessa aðferð.

  2. Það þarf ekki að raka hárið sem fyrir er til að setja nýja hárið á.

  3. Þetta skemmir ekki hárið þitt undir.

  4. Hægt að stunda sund, ræktina, farið á sólarströnd án þess að hafa áhyggjur að eitthvað losni.

  5. Sama tilfinning og að vera með sinn eigin hársvörð og hár

  6. Þú svitnar ekki og finnur ekki fyrir óþægindum því "hársvörðurinn" andar


Hér að neðan er hægt að fá smá hugmynd um hvað við munum bjóða uppá:














Fyrir og eftir....og já þetta er satt!!!








Ossom á sér draum um að verða hársenter sem mun leggja áherslu á að hjálpa fólki með hármissi, hárlos og önnur hárvandamál, hvort sem það er hárlos, hármissir, þurrkur eða offramleiðsla á fitu. Staður þar sem að fólk getur komið á einn stað til að leita sér aðstoðar. Staður þar sem að starfsfólkið þekkir vandamálið af eigin raun og fólk getur fræðst um hvað er til ráða.

Endilega kynntu þér málið og við tökum vel á móti þér


















389 views0 comments

Recent Posts

See All

Ossom.. Hugmyndin verður að veruleika

Mig langar aðeins að segja frá hvað hefur drifið mig áfram að opna fyrirtæki sem þetta. Þegar ég var að grúska í allskonar efni og fróðleik sem mig langaði til að setja inná heimasíðuna rakst ég á e

bottom of page