top of page
Gul lína - Meðferð gegn feitum hársverði (Strong)

Gul lína - Meðferð gegn feitum hársverði (Strong)

25.495krPrice

CRLAB meðferð gegn feitum hársverði hreinsar hársvörðinn og losar um offramleiðslu á olíu sem getur haft neikvæð áhrif á hársekkina.

Gula línan frá CRLab er hönnuð til að ná jafnvægi í feitum hársverði. Hársvörðurinn verður feitur þegar hársekkir framleiða of mikið af olíu. Virkar jurtaolíur eru notaðar til ná þessu jafnvægi ásamt því að styrkja hárið og hreinsa.

 

Strong meðferðarlínan er alla jafnan notuð fyrsta mánuðinn. Eftir fyrsta mánuðinn er gerð hárgreining og þá kemur í ljós hvort hægt er að skipta yfir í Maintenance sem er örlítið vægari en viðheldur sömu virkninni og stuðlar að góðum árangri meðferðarinnar.

 

Strong meðferðarlínan er eins mánaðar meðferð (notað á 3 daga fresti samkvæmt fyrirmælum)

Pre-sjampoo - Sjampóið er borið í þurrann hársvörðinn. Sjampóið djúphreinsar hársvörðin og fyrirbyggir uppbyggingu á olíu.

Sjampó - Sjampóið er notað eins og venjulegt sjampó og kemur hársverðinum í jafnvægi ásamt því að vinna gegn bakteríumyndun og offramleiðslu á olíu.

Hárvökvi - Vökvinn er borinn í rakann hársvörð og látið vinna í 2-3 mínútur áður en hárið er þurrkað eins og venjulega. Vökvinn vinnur gegn bakteríum og umfram olíuframleiðslu hársekkjanna.

 

ATHUGIÐ: Við mælum með að koma í hárgreiningu áður til að tryggja að þú sért að nota rétta meðferð fyrir ÞIG. Einnig er betur hægt að fylgjast með árangri ef farið er reglulega í hárgreiningu á meðan á meðferð stendur.

bottom of page